79 Afríka Verkefni Kort 1. Hvar á Níl upptök sín, í gegnum hvaða lönd rennur hún og hvar rennur hún til sjávar? 2. Hvaða lönd liggja að S-Afríku? Hvaða land umlykur S-Afríka? 3. Hvað er einkum ræktað í Austur-Kongó og hvaða auðlindir er þar að finna? 4. Nefndu nokkur vötn í Sigdalnum mikla í Austur-Afríku. 5. Hvaða eyjar liggja fyrir utan strendur Afríku? Finndu svarið 6. Hvaða nöfn hafa verið notuð á landið AusturKongó? 7. Hvaða hlutverki gegnir Níl í lífi Egypta? 8. Hvað eru píramídar? 9. Hvernig varð landið Líbería til sem sjálfstætt ríki? Umræður 10. Hvað er aðskilnaðarstefnan? 11. Hvað finnst þér athugavert við nýlendustefnuna? 12. Er nýlendustefna við lýði í dag? 13. Hvaða lönd þekkir þú sem eru ekki sjálfstæð en með heimastjórn? Eru þau nýlendur? Viðfangsefni 14. Veljið eitt af eftirtöldu og kynnið fyrir samnemendum (ritgerð, skjásýning, myndband eða annað): a. Nelson Mandela b. Þrælaverslun c. Egyptaland – fornminjar, píramídar, hof og styttur. d. Þjóðf lokk í Kongó – Pygmýjar e. HIV í Afríku 15. Búið til hugtakakort um Níl. 16. Veljið eitt af eftirtöldum löndum og búið til upplýsingabækling; kort, tungumál, veður- og gróðurfar, dýralíf, atvinnuhættir, hagkerfi o.f l. a. S-Afríka b. Kongó c. Egyptaland d. Eþíópía e. Nígería f. Malaví 17. Veljið fimm lönd í Afríku, búið til töf lu og berið saman nokkrar tölulegar staðreyndir, t.d. íbúafjölda, stærð lands, meðalaldur o.f l. 18. Spurningakeppni. Hver hópur býr til 10–20 spurningar um lönd í Afríku. Kennari safnar saman spurningum og býr til spurningakeppni á milli hópanna þar sem öll gögn eru leyfileg (m.a. aðgangur að interneti). Ísland 19. Skoðaðu vefsíðu Þróunarsamvinnustofnunar og kynntu þér betur samstarfslöndin í Afríku og þau verkefni sem unnið er að. Heimasíðan er www.iceida.is 20. Hvað eiga Ellen Johnson Sirleaf og Vigdís Finnbogadóttir sameiginlegt? Finndu f leiri kvenleiðtoga á heimsvísu. 21. Hvað f lytja Íslendingar inn af vörum frá Afríku?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=