6 Heimsálfurnar Á jörðinni eru sex stór landflæmi sem skipt hefur verið upp í sjö heimsálfur. Asía er stærst, þá Afríka, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka, Suðurskautslandið (Antarktíka), Evrópa og Eyjaálfa sem er minnst. Hver heimsálfa er samfellt landflæmi, fyrir utan Evrópu og Asíu sem eru á sama meginlandi, enda er oft talað um Evrasíu. Landfræðilega má í raun líta svo á að Evrópa sé einn hinna stóru skaga sem ganga út úr Asíu. Oftast tilheyra eyjar þeirri heimsálfu sem þær eru næstar. Ólíkir lifnaðarhættir Lifnaðarhættir fólks geta verið mjög ólíkir eftir því hvar það býr á jörðinni. Til að skilja betur mismunandi lifnaðarhætti er mikilvægt að þekkja MEGINLAND Meginland er stórt landflæmi umkringt sjó þar sem jarðskorpan er þykk. Það er viðurkennd hugmynd að meginland sé stærra en eyja. Höf jarðar þekja um 71% af yfirborði hennar. Hin 29% samanstanda af heimsálfunum 7 og eyjunum sem tilheyra þeim. SUÐURHAF
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=