Um víða veröld - Heimsálfur

76 Suður-Afríka er iðnvæddasta land álfunnar. Efnahagslífið er fjölbreytt, sem laðar til sín fjölda farandverkamanna frá nágrannalöndunum. Námuvinnsla er ein stærsta atvinnugreinin, enda helstu náttúruauðlindir landsins gull og demantar. Þessi verðmætu jarðefni standa undir helmingi af útflutningstekjum landsins. Iðnaður er mestur í og við borgirnar. Stál- og vélaiðnaður er mikill, t.d. skipasmíði og skipaviðgerðir. Auk þess er matvæla-, vefnaðar- og efnaiðnaður einnig mikill. Gott samgöngunet járnbrauta, eitt hið besta í álfunni, hefur m.a. stuðlað að grósku í atvinnulífinu. Miðað við önnur lönd í Afríku vinnur lágt hlutfall íbúa í landbúnaði. Á stórum vélvæddum bújörðum er ræktaður maís, sykurreyr, hveiti, ávextir og grænmeti. Til útflutnings er ræktaður sísalhampur, te, bómull og tóbak við austurströndina og vínviður og sítrusávextir við suðurströndina. Til að auka uppskeru er tilbúinn áburður notaður við ræktunina. Kvikfjárrækt er talsverð og eru helstu afurðir nautakjöt, mjólkurafurðir og ull, sem flutt er út í nokkrum mæli. Ferðaþjónusta hefur aukist mikið undanfarin ár. Þrátt fyrir mikinn vöxt í efnahagslífinu hefur hann þó ekki verið nægur til að bæta lífsskilyrði þeirra fátækustu. Skortur á vatni er að verða eitt stærsta umhverfisvandamál Suður-Afríku vegna sífellt aukinnar vatnsþarfar. Höfuðborgir Suður-Afríku eru þrjár, Pretoría (aðsetur framkvæmdavalds), Höfðaborg (aðsetur löggjafarvalds) og Bloemfontein (aðsetur dómsvalds). FARANDVERKAMAÐUR Farandverkamaður flakkar á milli landa og vinnur. Launin eru send heim til fjölskyldunnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=