73 Afríka Austurhluti Austur-Kongó er hálendur. Landamærin við nágrannaríkin liggja þar í Sigdalnummikla. Þar er mikið um jarðhræringar og eru eldgos tíð. Á landamærunum er röð vatna en Tanganyikavatn er þeirra stærst og dýpst. Í Kongó er hitabeltisloftslag með úrkomu allt árið. Landið er meira og minna vaxið hitabeltisregnskógi en syðst er savanni. Regnskógar Austur-Kongó eru þeir fjölskrúðugustu í Afríku. Þar hafa fundist yfir ellefu þúsund plöntutegundir og yfir 400 tegundir spendýra, m.a. hin tignarlega fjallagórilla í austurhluta landsins við landamæri Rúanda. Í regnskógunum er einnig að finna margar verðmætar trjátegundir eins og mahóní og írokóvið. Skógar í þessum hluta Afríku eyðast hratt vegna skógarhöggs en mikil eftirspurn er eftir þessum harðviði. Við landbúnað, sem er víðast enn afar frumstæður sjálfsþurftarbúskapur, vinna um tveir þriðju hlutar landsmanna. Eftir að Austur-Kongó fékk sjálfstæði frá Belgum árið 1960 hefur landbúnaðarframleiðsla nánast staðið í stað. Innviðir samfélagsins, eins og t.d. samgöngur, eru mjög lélegir og hefur það staðið í vegi fyrir almennri þróun í landinu. Helstu náttúruauðlindir eru verðmæt jarðefni eins og demantar, silfur og gull. Mestu jarðefnanámurnar er að finna í Shaba-héraði í suðurhluta landsins. Þar er iðnaðurinn einnig mestur, enda byggist hann á frekari vinnslu jarðefnanna. Orkuauðlindir eru miklar í landinu og byggjast aðallega á vatnsorku. Reiknað hefur verið út að með því að virkja Kongófljót og þverár þess til fulls mætti rafvæða alla Afríku sunnan Sahara. Þær framkvæmdir gætu þó haft aðrar ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Í dag eru nokkur vatnsorkuver í Kongófljóti. Austur-Kongó gekk undir mismunandi nöfnum á síðustu öld. Á nýlendutíma Belga (1908–1960) hét það Belgíska-Kongó, því næst Lýðveldið Kongó og áður en það hlaut núverandi nafn hét það Saír (1971–1997). Haldið uppá stofnun nýs ríkis í höfuðborginni Juba í Suður-Súdan.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=