Um víða veröld - Heimsálfur

72 Austur-Kongó Austur-Kongó er eitt af stóru löndunum í Afríku. Það liggur um miðbik álfunnar í hinni víðáttumiklu Kongólægð. Um regnskóga lægðarinnar streymir Kongófljótið stríðum straumi til Atlantshafs í vestri. Aðeins Amasonfljót er vatnsmeira og með stærra vatnasvið en Kongófljót. Við suðurbakka fljótsins, um 300 km frá Atlantshafsströndinni, er höfuðborgin Kinshasa. Ekki er skipgengt þangað frá Atlantshafi sökum þess að fljótið fellur um 300 m í röð fossa, Livingstonefossa, á 320 km kafla frá Kinshasa til hafnarborgarinnar Matadi. Þessi farartálmi stóð í vegi fyrir könnun Evrópumanna á ánni og upplöndum hennar á öldum áður. Frá Matadi er skipgengt til sjávar, u.þ.b. 130 km leið. Frá Livingstonefossum er skipgengt um 1650 km upp með ánni, að Stanleyfossum. Kongófljótið og þverár þess eru því ein helsta samgönguæð landsins og í raun lífæð efnahagslífsins í landinu. Ströndin við Atlantshaf er aðeins um 40 km löng við ósa Kongófljóts. HARÐVIÐUR Harðviður er lauftré sem hefur háan, harðan og beinan stofn. Kostir harðviðar eru ekki síst þeir að hann dregur ekki í sig vatn og fúnar því ekki jafn hratt og annar viður. Ending harðviðar getur skipt áratugum án viðhalds. Konur í Vestur-Kongó að safna eldivið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=