Um víða veröld - Heimsálfur

70 FLÆÐISLÉTTA Flæðislétta er það land næst fljótum sem reglulega flæðir út á þegar vatnavextir verða. Níl Níl er lengsta fljót í heimi, um 6650 km langt. Vatnasvið Nílar, þ.e. svæðið sem fljótið fær vatn sitt af, nær yfir ellefu lönd, allt frá miðbaug norður að Miðjarðarhafi. Í Egyptalandi rennur Níl um samnefndan dal, Nílardal, sem er víða 10–20 km breiður og mjög frjósamur. Dalbotninn er flæðislétta sem Níl hefur myndað með framburði sínum í þúsundir ára. Reglulega flæðir eða öllu heldur flæddi Níl yfir bakka sína, þegar regntími var í fjöllum Eþíópíu, og skildi eftir næringarríkan framburð á sléttunni þegar áin tók að sjatna. Flæðisléttur sem þessar eru því frjósamar, auðræktanlegar og þar er auðvelt að koma fyrir áveitum sem veita vatni um akrana. Þar er hver einasti blettur nýttur til ræktunar. Á flæðisléttunni og óshólmum Nílar búa nær allir íbúar Egyptalands, um 80 milljónir manna. Svæðið er að flatarmáli um helmingur Íslands. Landið sjálft er hins vegar nær tífalt stærra en Ísland en mestur hluti þess er eyðimörk. Með vaxandi fólksfjölda og kröfum um meiri lífsgæði jókst eftirspurn eftir vatni. Til að mæta þessari eftirspurn ákvað ríkisstjórn Egyptalands að bæta nýtingu vatnsins í Níl með því að byggja stíflu við borgina Aswan og stjórna þar með rennsli árinnar. Þegar Aswan-stíflan var tekin í notkun varð mikil breyting á rennsli Nílar. Dalurinn fyrir ofan stífluna byrjaði að fyllast og myndaðist þar eitt stærsta uppistöðulón í heimi (Nasservatn). Neðan stíflunnar flæddi áin ekki lengur yfir bakka sína og framburður hennar var nánast að engu orðinn. Væntingar til hins nýja mannvirkis voru miklar en gengu þó aðeins að hluta til eftir. VATNASVIÐ Vatnasvið er það landsvæði sem vatn safnast af og rennur í tiltekið fljót. Hér má sjá gervitunglamynd af Níl renna um Egyptaland og árósa hennar við Miðjarðarhafið. Veitið athygli frjósömumNílardalnum og eyðimörkinni í kring.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=