69 Afríka Umræður 14. Þrælahald er síður en svo aðeins tengt fortíðinni. Ræðið í hópum hvernig þrælahald viðgengst í heiminum í dag. 15. Eins og lesa má í umfjöllun um náttúrufar í Afríku er þar að finna töluvert af auðlindum. Samt er fátækt þar gríðarleg. Hvernig stendur á því? Hvar endar gróðinn? 16. Hvernig gætu eftirtaldar ráðstafanir dregið úr hungri í Afríku? a. Byggja vegi b. Leggja vatnsleiðslur c. Byggja sjúkrahús d. Byggja skóla og háskóla Viðfangsefni 17. Skiptið ykkur í hópa og skoðið vefi eins og www.globalis.is. Veljið fjögur lönd fyrir hvern hóp, skráið upplýsingar í töf luna fyrir hvert land og berið saman löndin. land íbúafjöldi ungbarnadauði verg þjóðarframleiðsla/íbúa 18. Kynnið ykkur hvað eru blóðdemantar og af hverju kallast þeir þessu nafni? 19. Finnið nýlega frétt um Afríku í dagblöðum eða á netinu og gerið stutta greinargerð um hana. 20. Finnið 4–5 tungumál í Afríku og skráið nokkur algeng orð á hverju tungumáli, t.d. já, nei, góðan dag, hvað heitir þú, bless o.s.frv. 21. Finnið einn þjóðgarð í Afríku og skipuleggið skoðunarferð þangað. Hvað ætlið þið að skoða, hvernig er hægt að komast þangað o.f l. 22. Afrísk list. Finnið dæmi á netinu eða í bókum um afríska list, skartgripi, málverk, trémuni, tónlist o.f l. Búið til afrískt listaverk í samvinnu við listgreinakennara. 23. Veljið eitt dýr sem á heimkynni í Afríku og búið til kynningu, s.s. mynd, útbreiðslu, tölulegar staðreyndir, myndbönd o.f l. a. Ljón f. Api b. Blettatígur g. Nashyrningur c. Fíll h. Úlfaldi d. Gíraffi i. Hýena e. Sebrahestur j. Annað dýr að eigin vali 24. Búið til stuttan leikþátt sem sýnir samskipti Evrópubúa og Afríkumanna á árunum 1500– 1800. 25. Veljið ykkur frægan Afríkubúa t.d. úr íþróttum, listum, stjórnmálum eða öðru og segið frá því hvaðan hann/hún er og lýsið æsku og uppvexti. 26. Leitið að mynd á vefnum af Afríku um nótt og berið saman við mynd af Evrópu um nótt. Er einhver munur á myndunum? Af hverju haldið þið að hann stafi? 27. Fiskveiðum Evrópuþjóða við Afríkustrendur hefur oft verið líkt við veiðar útlendinga „uppi í kálgörðum Íslendinga“ fyrr á tímum. Kynnið ykkur málið á vefnum. Hvað er til í þessum fullyrðingum? Ísland 28. Berðu saman Sigdalinn mikla í Afríku og íslenska gliðnunarbeltið sem liggur þvert yfir Ísland frá SV til NA. Hvað er líkt með þeim og hvað ólíkt? 29. Hver eru tengsl Íslands við Afríku í gegnum: a. íslenska ríkið (utanríkisráðuneytið, Þróunarsamvinnustofnun) b. Rauða krossinn, hjálparstarf c. ferðaskrifstofur 30. Hvað getur þú gert til að hjálpa fátækum ríkjum Afríku? 31. Skipuleggðu ferðalag frá Íslandi á hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=