Um víða veröld - Heimsálfur

61 Afríka Landslag Afríka er næststærsta heimsálfan, einungis Asía er stærri. Frá nyrsta odda Afríku til þess syðsta eru um 8000 km og vegalengdin frá vestasta odda til þess austasta er svipuð. Landslag í Afríku er fjölbreytt. Þar er bæði víðáttumikið láglendi og hásléttur. Hæstu fjöll eru eldfjöllin Kilimanjaro og Kenýafjall, sem teygja sig vel yfir 5000 m. Þrátt fyrir að vera við miðbaug er kollur fjallanna snævi þakinn allt árið um kring. Í Sigdalnum mikla, en svo nefnist sprungukerfið í Austur-Afríku, er mikið af djúpum vötnum. Þar eru stærst Tanganyikavatn og Malavívatn. Tanganyikavatn, sem er 1471 m djúpt, er annað dýpsta vatn í heimi. Í Austur-Afríku er líka Viktoríuvatn, þriðja stærsta stöðuvatn í heimi. Mörg stórfljót renna á láglendissvæðum Afríku. Níl sem á upptök sín í hálendinu viðViktoríuvatn rennur norður á bóginn og fellur í Miðjarðarhaf. Áin Níger á upptök sín í fjalllendi Gíneu og rennur í stórum boga og fellur í Gíneuflóa. Kongófljót, vatnsmesta fljót Afríku, rennur í gegnum regnskógasvæði Afríku áður en það fellur í Gíneuflóa. Í suðurhluta Afríku rennur svo Sambesífljót og fellur til sjávar í Mósambíksundi í Indlandshafi. Í Sambesífljóti eru Viktoríufossar sem eru með stærstu fossum í heimi. Í Afríku eru nokkrar stórar eyðimerkur. Sahara, stærsta eyðimörk í heimi, nær yfir stóran hluta af Norður-Afríku. Í suðurhluta Afríku eru eyðimerkurnar Kalaharí og Namib. Til Afríku teljast eyjar í Indlandshafi austur af Afríku. Madagaskar er þar stærst, sú fjórða stærsta í heiminum. Kilimanjaro er hæsta fjall Afríku. GRÆNHÖFÐAEYJAR MÁRITANÍA SENEGAL GAMBÍA GÍNEA-BISSÁ GÍNEA Mikið sprungukerfi, um 5000 km langt með norður-suðurstefnu, liggur umAustur- Afríku. Á þessu belti er eldvirkni og jarðhiti líkt og á Íslandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=