Um víða veröld - Heimsálfur

55 Asía árið 2009. Nú framleiða 26 túrbínur virkjunarinnar raforku sem samsvarar 18,2 GWog mikil eftirspurn er eftir. Virkjunin framleiðir jafnmikla orku og sem samsvarar tæplega 30 Kárahnjúkavirkjunum (690 MW). Stór skip geta nú siglt meira en 2000 km upp með ánni frá hafnarborginni Shanghai til borgarinnar Chongqing í Rauðu lægðinni fyrir ofan stíflusvæðið. Til að komast á vatnið ofan stíflunnar er farið um skipastiga til hliðar við hana. Menn hafa miklar væntingar til stíflunnar. En eins og gefur að skilja eru ekki allir á eitt sáttir þegar um svo stóra framkvæmd er að ræða, sérstaklega þegar hún hefur jafn mikil áhrif á umhverfi sitt og Þriggja gljúfra stíflan sannarlega hefur. Framburður árinnar fellur til botns í uppistöðulóninu svo flæðislétturnar fyrir neðan fá ekki frjósaman framburðinn (leðjuna) lengur. Jafnframt fyllir setið uppistöðulónið smám saman, semminnkar framleiðslugetu virkjunarinnar. Jarðskjálftar eru tíðir í Kína og hafa umhverfisverndarsamtök og gagnrýnisraddir um allan heim varað við afleiðingum þeirra hörmunga sem gætu skapast af völdum jarðskjálfta í kringum stífluna. Einnig hefur brottflutningur þessa mikla fjölda fólks verið gagnrýndur og að jafn fallegu landi sem dró til sín mikinn fjölda ferðamanna hafi verið sökkt. Það er ekki auðvelt að ímynda sér hvaða áhrif stíflan og uppistöðulónið hefur og mun hafa í framtíðinni. Til þess þarf betri þekkingu í landafræði þar sem virkjunarframkvæmd af þessari stærðargráðu á sér ekki hliðstæðu á byggðu bóli. Inngrip mannsins í gang náttúrunnar er víða mikið, sem veldur miklum breytingum á landslagi og vist dýra og manna. Þar er um samspil margra umhverfisþátta að ræða sem hafa áhrif hver á annan. Á meðal þeirra eru berggrunnur, jarðvegur, veðurfar, gróður og vatn. SET Set er framburður fljóta sem sest (fellur til botns) þegar straumþungi fljótsins er ekki nægilegur til að flytja það. Með tilkomu stíflunnar og skipastiga sem í henni eru geta stór skip siglt upp fljótið. Margt fólk þurfti að yfirgefa heimili sín vegna Þriggja gljúfra stíflunnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=