54 Þriggja gljúfra stíflan Allt frá upphafi hefur maðurinn séð sér hag í því að stífla ár í þeim tilgangi að útbúa lón fyrir drykkjarvatn, til áveitu á akra sína eða til raforkuframleiðslu sem hefur aukist nú í seinni tíð. Yangtzefljót (Chang Jiang) hefur í þúsundir ára verið þýðingarmikil samgönguleið í Kína. Í þúsundir ára sigldu kínversk seglskip (júnkur) með varning upp og niður fljótið. Siglingar á fljótinu reyndust þó ekki hættulausar þar sem straumþungi þess var mismikill og einnig þurfti að komast fram hjá flúðum og fossum. Með því að reisa stíflu ofarlega í fljótinu var hægt að stjórna rennsli þess, auðvelda þannig siglingar og draga úr hættu á stórflóðum, sem hafa í aldanna rás gert mikinn usla, fært þorp og bæi í kaf, eyðilagt uppskeru bænda og banað fjölda fólks. Árið 1954 fórust t.d. meira en 30 þúsund manns og 19 milljónir þurftu að flýja undan miklum flóðum í fljótinu. Snemma á 20. öld fórumenn að tala umað virkja fljótið og var framkvæmdin á teikniborðinu áratugum saman. Þegar líða fór á öldina jókst eftirspurn eftir orku mikið í Kína. Kínverjar nútímavæddust hratt. Þeir hösluðu sér völl sem iðnaðar- og efnahagsrisi og þurftu til þess mikla orku. Árið 1994 hófust menn handa við að reisa Þriggja gljúfra stífluna, stærstu vatnsaflsvirkjun í heimi. Um 1,3 milljónir Kínverja voru fluttir nauðugir af heimilum sínum og ræktarlönd hurfu smám saman undir 600 km langt uppistöðulón. Stíflan var fullgerð í maí 2006 og var tilbúin til notkunar TÚRBÍNA Túrbína er aflvél knúin orkugjafa (hér vatnsorku) sem snýr rafli sem breytir snúningsorkunni í raforku. Þriggja gljúfra stíflan er stærsta vatnsaflsvirkjun í heimi. Við virkjunarframkvæmdirnar þurfti að færa miklar fórnir. Milljónir manna misstu heimili sín þegar miklu landi var sökkt undir vatn.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=