Um víða veröld - Heimsálfur

48 Ganges er eitt helgasta fljót hindúa, sem trúa því að þeir geti hreinsað sig af syndum sínummeð því að baða sig í fljótinu. Indlandsskagi Indlandsskagi skagar út í Indlandshaf ámilli Arabíuflóa í vestri og Bengalflóa í austri. Skaginn er að mestu einangraður frá öðrum hlutum álfunnar með Indus-fljótinu og Thar-eyðimörkinni í vestri og Himalajafjöllum í norðri og austri. Fyrir sunnan Himalaja taka við frjósamar ársléttur stórfljótanna Ganges og Brahmaputra sem sameinast í óshólmunum í Bangladess og renna út í Bengalflóa. Þetta eru þéttbýlustu svæði Indlandsskaga. Á Suður-Indlandi er Dekan-hásléttan, afmörkuð af Ghatsfjöllum í vestri og austri. Á Indlandsskaga sunnan Himalajafjalla ríkir hitabeltisloftslag með árstíðabundnum monsúnvindum. Regntíminn er frá júní til október og er úrkoman mest við vesturströndina og í norðausturhluta landsins. ÁDekan-hásléttunni er ekki óvanalegt að hitastigið nái 40–50 °C rétt fyrir monsúnregnið. Hin mikla úrkoma í Himalajafjöllum skilar sér í stórfljótin á svæðinu, Indus, Ganges og Brahmaputra. Í milljónir ára hefur næringarríkur jarðvegur skolast úr hlíðum Himalajafjalla og skilað sér niður á láglendið og byggt upp mikla óshólma þar sem nú er Bangladess. Þarna hefur fólk búið og ræktað jörðina í þúsundir ára. Á þessu svæði, sem heitir Sundarbans, eru miklir fenjaskógar. Þar eru heimkynni bengaltígursins. Vegna monsúnregnsins eru oft mikil flóð á sumrin þar sem þeir fátækustu verða verst úti. Undanfarin ár hafa flóðin orðið stærri og meiri og afleiðingarnar eftir því. Talið er að tengsl séu á milli flóðanna og skógareyðingar í Nepal og Bútan.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=