Um víða veröld - Heimsálfur

47 Asía Finndu svarið 9. Hvað merkir orðið Himalaja? 10. Af hverju kallast Tíbet-hásléttan Þak heimsins? 11. Hvað er K2? 12. Aralvatn er óðum að hverfa, af hverju? 13. Hversu stórt hlutfall jarðarbúa býr í Asíu? Umræður 14. Í hvaða löndum viðgengst barnaþrælkun? Hvaða störf eru börnin að vinna? 15. Hvað er átt við með „Fair trade“ viðskiptum? 16. Hvað getum við gert til að stuðla að bættum kjörum fólks í fátækum löndum? 17. Hvað getum við gert til að vernda vötn eins og Aralvatn? 18. Hvað eigum við að gera þegar olíuna þrýtur? 19. Hvað kom þér mest á óvart í umfjöllun um Asíu? 20. Ef þú værir að f lytja til Asíu, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Viðfangsefni 21. Skipuleggið fjallgöngu á Everest. Búið til ferðaáætlun (f lug frá Íslandi, útbúnaðarlisti, árstími, skoða ferðalýsingar frá leiðöngrum, leiðarlýsing, myndir o.f l.). 22. Nefnið nokkur lönd í Asíu sem voru hluti af Sovétríkjunum allt til ársins 1991. 23. Veljið eitt af eftirfarandi dýrum og kynnið fyrir samnemendum. a. Villti jakuxinn í Tíbet b. Risapandan í Kína c. Síberíutígurinn í A-Asíu d. Asísk ljón e. Indverski nashyrningurinn f. Órangútan í Indónesíu 24. Hvaða landbúnaðarafurðir eru aðallega ræktaðar á ólíkum svæðum í Asíu? Fyrir innanlandsmarkað og til útf lutnings? 25. Skrifið dagbók. Veljið eitt af eftirfarandi: a. Dagur í lífi sex ára barns í Nepal b. Dagur í lífi bónda í Kína c. Dagur í lífi unglings í Tókýó 26. Leitið upplýsinga um frægan leikara, söngvara, hljómsveit eða teiknimyndapersónu frá Asíu og kynnið fyrir samnemendum. 27. Nefnið fimm staði í Asíu sem þið mynduð vilja heimsækja og hvers vegna. 28. Finnið frétt í dagblaði um land í Asíu og skrifið stuttan útdrátt. 29. Aralvatn er óðum að hverfa. Lesið ykkur til á vefnum og skoðið myndbönd af vatninu, t.d. á youtube og lýsið því sem hefur gerst síðustu áratugi. 30. Mörg fyrirtæki á Vesturlöndum láta framleiða vörur sínar í Asíu. Finnið dæmi um slíkt fyrirtæki og segið frá því hvers vegna þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt. Ísland 31. Hver eru samskipti Íslendinga við Asíu? Hvað kaupum við frá Asíu? 32. Frá hvaða löndum eru fötin sem þú ert í? 33. Skoðaðu nokkra hluti sem þú átt, t.d. raftæki, og skráðu hjá þér framleiðslulandið. 34. Finndu íslenska matsölustaði sem selja mat frá Asíu. Hversu marga fannstu? Hvaða bjóða þeir upp á? 35. Nefndu nokkur atriði sem þú telur að séu mjög ólík á Íslandi og Asíu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=