Um víða veröld - Heimsálfur

45 Asía fiskimiðum en þó aðallega vegna hugsanlegra olíulinda undir hafsbotni. Kínverjar eru ein mesta fiskveiðiþjóð í heimi. Japanar eru einnig mikil fiskveiðiþjóð og þeir veiða sömuleiðis mikið af hval. Iðnaður og þjónusta Þróun iðnaðar hefur verið hröð í austurhluta Asíu síðustu áratugi. Iðnaðurinn byggist oftar en ekki á innfluttum hráefnum. Einnig hafa þau lönd sem einhver hráefni áttu horfið frá því að flytja þau út en farið þess í stað að vinna úr þeim sjálf. Mörg lönd byrjuðu á léttum, vinnuaflsfrekum iðnaði svo sem fataiðnaði. Síðar þróaðist þungaiðnaður eins og skipasmíðar og fjölbreyttari iðnaður í kjölfarið. Japanskur iðnaður hefur verið í fararbroddi í álfunni. Þar eru rafeinda-, hátækni- og bílaiðnaður mikilvægar greinar ásamt skipasmíðum. Í Kína er ör iðnvæðing og fara allar greinar iðnaðar ört vaxandi. Olíuiðnaður er mikill í ríkjum Persaflóa. Þrátt fyrir mikinn uppgang í iðnaði í mörgum löndum er hann skammt á veg kominn annars staðar. Í þeim löndum þar sem iðnþróun og borgarvæðing er komin lengst er góð þjónusta fyrir hendi. Þar má finna gott samgöngukerfi og góða almannaþjónustu. Bílaiðnaður er mikilvægur í nokkrum löndum Asíu. Í þessari tæknivæddu bílaverksmiðju sjá róbótar að miklu leyti um samsetningu bílanna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=