Um víða veröld - Heimsálfur

39 Asía Landslag Asía er stærsta heimsálfan. Asía liggur á sama meginlandi og Evrópa. Mörk heimsálfanna tveggja liggja um Dardanellasund (Hellusund), Bospórussund, Svartahaf, Kákasusfjöll, Kaspíhaf og Úralfjöll norður til Norður-Íshafs. Mörk Asíu og Afríku liggja um Súesskurð, Rauðahaf og Adenflóa. Hæsti fjallgarður í heimi og jafnframt einn sá yngsti er Himalaja. Fjallgarðurinn er um 3800 km langur og liggur á landamærum Indlands, Nepal, Bútan og Kína. Himalajafjöll hófu að myndast fyrir um 50 milljónum ára við árekstur tveggja jarðskorpufleka, Indlandsflekans og Evrasíuflekans. Fjallgarðurinn er enn að mótast og lyftist sem nemur 4 mm á ári. Þar ná nokkrir fjallstindar yfir 8000 m hæð og er tindur Everest (Chomolungma) þeirra hæstur og jafnframt sá hæsti í heimi, 8850 metrar. Nafnið Himalaja er nepalskt þar sem him þýðir snjór og laja þýðir heimur. Norðan Himalaja tekur Tíbet-hásléttan við. Hún liggur í 4000–5000 m hæð og er hæsta og stærsta háslétta jarðar. Tíbet-hásléttan er oft nefnd Þak heimsins. Fleiri stórir, háir fjallgarðar eru á svæðinu, eins og Karakorum sem liggur á landamærum Indlands, Afganistan, Pakistan og Kína. Þar er að finna næsthæsta tind jarðar, K2, en hann er 8610 metra hár. Í Asíu eru mörg stórfljót sem hafa skipt sköpum í búsetu á svæðinu. Við árnar eru nú ein mestu þéttbýlissvæði jarðar, enda ræktun jarðargróðurs á flóðasléttunum þar auðveld. Mörg fljót eru jafnframt mikilvægar samgönguleiðir. Himalajafjallgarðurinn er sá hæsti í heimi. Þar er að finna hæsta tind heims, Everest (8848m).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=