35 Evrópa Finndu svarið 10. Hvernig urðu Alparnir til? Útskýrðu með teikningu. 11. Hvaða auðlindir er helst að finna í Evrópu? 12. Hvaða höf liggja á mörkum Asíu og Evrópu? 13. Útskýrðu hvað breyttist með iðnbyltingunni. Umræður 14. Hvaða vörur þekkir þú frá Evrópu? 15. Hvaða bílar eru framleiddir í Evrópu? 16. Hvaða knattspyrnulið þekkir þú frá Evrópu og frá hvaða landi eru þau? 17. Til hvaða Evrópulanda hefur þú farið? Gerðu súlurit yfir þau lönd sem nemendur hafa farið til. Viðfangsefni 18. Evrópusambandið talar um fjórfrelsi. Hvað er átt við með því og hvaða þættir eru það sem átt er við? 19. Lýsið því sem gerðist í iðnbyltingunni. 20. Skipuleggið ferðalag um Evrópu. Veljið eina af eftirfarandi ferðum, skrifið ferðalýsingu og segið frá áhugaverðustu stöðunum. a. Lestarferð um S-Evrópu b. Skíðaferð til Evrópu c. Fjallganga í Ölpunum d. Menningarferð í stórborg 21. Finnið frétt í dagblaði frá Evrópu og skrifið stuttan útdrátt. 22. Veljið einn af eftirfarandi stöðum og búið til ferðamannabækling. a. Pisa á Ítalíu b. Tyrol í Austurríki c. Aþena á Grikklandi d. Liverpool á Englandi e. Tromsö í Noregi f. Prag í Tékklandi 23. Veljið eitt af dýrunum sem lifa villt í Evrópu. Finnið myndir og hvar heimkynni þeirra eru. a. Elgur b. Úlfur c. Skógarbjörn d. Villisvín e. Gaupa f. Hreindýr 24. Samgöngur í Evrópu. Veljið eitt verkefni. Finnið f ljótlegustu leiðina til að ferðast á milli staðanna (án þess að nota bíl) og búið til ferðalýsingu: a. Seyðisfjörður og Berlín b. Malta og Aþena c. Kaupmannahöfn og Ósló d. Reykjavík og Luzern e. Belgrad og Madrid 25. Veljið eitt af eftirtöldum smáríkjum í Evrópu og segið frá íbúafjölda, stjórnarfari, tungumáli, staðsetningu á korti, höfuðborg, fána landsins, veðurfari o.f l. Skoðið kortavef/myndavef, t.d. google.com/maps og lýsið landsháttum. a. Malta b. Liechtenstein c. Vatíkanið d. Mónakó e. Lúxemborg f. Andorra g. San Marínó Ísland 26. Rökræðið kosti og galla á inngöngu Íslands í Evrópusambandið. 27. Hvaða lönd í Evrópu höfum við mest samskipti við? 28. Til hvaða landa í Evrópu sækja Íslendingar? 29. Hvað kaupum við frá Evrópu? 30. Átt þú ættingja eða vini sem búa í Evrópu? Hvar búa þeir? Hvernig er hægt að ferðast þangað?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=