Um víða veröld - Heimsálfur

30 Náttúrufar Meginhluti Evrópu er í tempraða beltinu nyrðra. Í vesturhlutanum er úthafsloftslag ríkjandi með mildum og rökum vetrum en hlýjum sumrum. Þetta loftslag sér fyrir góðum skilyrðum til landbúnaðar og þá sérstaklega mjólkur- og kjötframleiðslu. Skógar eru útbreiddir í loftslagsbeltinu. Nyrst eru barrskógar og sunnar laufskógar semvíðast hafa þó vikið fyrir ræktuðu landi. Eftir því semaustar dregur minnkar úrkoman ogmeginlandsloftslag verður ríkjandi. Þar er mikill hitamunur milli árstíða, vetur eru kaldir og sumrin heit. Þar hafa laufskógarnir vikið fyrir gresjunum vegna lítillar úrkomu. Í kuldabeltinu allra nyrst er heimskautaloftslag þar sem gróður er lítill og lágur vegna erfiðra vaxtarskilyrða. Syðst í Evrópu er heittempraða beltið. Þar er Miðjarðarhafsloftslag með mildum og rökum vetrum en heitum og þurrum sumrum. Helsti gróður eru sígrænir runnar og þykkblöðungar sem kallast makkíkjarr. Með umsvifum sínum hefur maðurinn haft mikil áhrif á villt dýralíf álfunnar. Minnst hefur röskunin verið nyrst í álfunni. Norðan barrskóganna lifa hreindýr og heimskautarefir, í barrskógunum lifa elgir, úlfar, gaupur og skógarbirnir og í þeim laufskógum sem eftir eru lifa m.a. hirtir, dádýr, villisvín og refir. LOFTSLAGSBELTI Evrópa er að langstærstum hluta í tempraðabeltinu þar sem t.d. meginlandsloftslag og úthafsloftslag er ríkjandi. Nyrsti hluti Evrópu er í kuldabeltinu þar sem heimskautaloftslag er ríkjandi. Suður-Evrópa er í heittempraðabeltinu þar sem Miðjarðarhafsloftslag er ríkjandi. Á kortinu má sjá ríkjandi loftslag og úrkomu í ólíkum hlutum Evrópu. Hvar rignir mest og hver gæti skýringin verið?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=