Um víða veröld - Heimsálfur

25 • Maður og náttúra Umræður 9. Hvað er átt við þegar talað er um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi okkar? 10. Ef allir jarðarbúar væru sömu trúar þá … (ljúktu við setninguna, segðu þína skoðun). 11. Aðgengi fólks að hreinu vatni er lífsnauðsynlegt. Af hverju? 12. Hvað getum við gert til að spara vatn og stuðla að ábyrgri vatnsneyslu? Viðfangsefni 13. Hvað eru mannréttindabrot? Finndu dæmi um mannréttindabrot í heiminum og kynntu fyrir samnemendum þínum. 14. Berið saman hitaeininganeyslu ríkja í þróunarlöndum og iðnríkjunum. 15. Útskýrið hringrás vatnsins með ykkar aðferð, t.d. með myndbandi, veggspjaldi eða með öðru móti. 16. Skráið hjá ykkur allt vatn sem þið notið á hverjum degi í eina viku (sturta, drykkir, salerni o.f l.). 17. Kynnið ykkur með hvaða aðferðum vatn er hreinsað. 18. Búið til hugarkort um vatn og notkun vatns. 19. Búið til fimm spurningar þar sem svarið er „vatn“. 20. Finnið dæmi um hvar hefur tekist vel að sameina þjóðir undir hatt eins ríkis og hvar það hefur ekki tekist eða jafnvel haft skelfilegar af leiðingar. 21. Veljið eitt af eftirtöldu og búið til skjákynningu eða veggspjald sem útskýrir hugtakið. a. Þjóð b. Menning c. Mannréttindi 22. Veljið nokkur atriði úr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem ykkur finnst mikilvæg. Kynnið fyrir bekknum. 23. Hvaða stofnanir þekkið þið sem berjast fyrir mannréttindum í heiminum? 24. Útskýrið þjóðernishreinsanir og finnið dæmi (t.d. Gyðingar, Rúanda, Júgóslavía, Kosovó, Palestína). 25. Skiptið hópnum í tvennt. Hver hópur býr til 5–6 spurningar úr kaf lanum sem byrja á: „Hvers vegna …?“ Hinn hópurinn svarar svo spurningunum. 26. Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er að allir hafi nóg að borða. Skiptið ykkur í hópa: a. Hópurinn kemur með a.m.k. fimm tillögur um það hvernig hægt er að útrýma hungri í heiminum b. Skrifið kosti og galla þessara lausna. c. Forgangsraðið lausnunum. d. Kynnið fyrir bekknum. 27. Veljið einn af eftirtöldum þáttum úr heimsmarkmiðunum og búið til stuttan leikþátt. a. Engin fátækt b. Menntun fyrir alla c. Jafnrétti kynjanna d. Hreint vatn og hreinlætisaðstaða e. Ábyrg neysla f. Friður og réttlæti Ísland 28. Hvernig telur þú að staða mannréttinda sé á Íslandi? 29. Hafa unglingar á Íslandi einhverjar skyldur? Hvaða skyldur hafið þið í bekknum? 30. Hvert á barn að leita hér á Íslandi ef það telur brotið á rétti sínum? 31. Hvaða tungumálaf lokki tilheyrir íslenska? 32. Hvaða trúarbrögð er að finna hér á landi? Búðu til myndrit (súlurit, skífurit) sem sýnir skiptingu trúarbragða. 33. Hvað er það sem gerir okkur að Íslendingum? Hvernig myndir þú kynna hinn dæmigerða Íslending fyrir útlendingum? 34. Er vatnið óþrjótandi auðlind? Af hverju hafa Íslendingar svona góðan aðgang að hreinu vatni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=