21 Maður og náttúra Í fátækari löndum heims verður fólk oft að gera sér að góðu það litla sem í boði er, það er ekki meira til skiptana. Matur Matur er fólki lífsnauðsynlegur alla daga til að lifa af. Matarvenjur eru þó ólíkar eftir svæðum og heimshlutum, allt eftir því hvaða fæðu er hægt að afla á hverjum stað, með veiðum eða ræktun. Loftslag og jarðvegur ráða mestu um skilyrði til ræktunar. Hrísgrjón er einungis hægt að rækta á heitum og rökum svæðum en kartöflur er best að rækta við svalar og rakar aðstæður. Meira en milljarður mannkyns, eða um einn sjötti jarðarbúa, fær ekki nægju sína af mat daglega. Margir af þeim lifa við hungur þar sem þeir hafa ekki fengið nægju sína af mat í langan tíma. Þetta þýðir að í kvöld fara margir svangir að sofa. Í raun þarf þetta ekki að vera svona, þar sem matvælaframleiðsla í heiminum nægir til að brauðfæða alla jarðarbúa og rúmlega það. En aðgangur að mat er ekki réttlátur. Á Vesturlöndum er miklu fleygt af mat á meðan hann sárvantar annars staðar. LÍFRÆN RÆKTUN Svo ræktun geti talist lífræn er hvorki notast við tilbúinn áburð né skordýraeitur. AÐ BRAUÐFÆÐA Að brauðfæða er að geta séð einhverjum fyrir mat. Á Vesturlöndum er víða ofgnótt matar og er ekki óalgengt að matarborð svigni undan kræsingum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=