Um víða veröld - Heimsálfur

20 Höfum við nóg af vatni og mat? Vatn Vatn er eitt þýðingarmesta efnið á jörðinni þar sem allt líf er háð vatni. Góð lífskjör fólks byggjast á því að aðgengi að vatni sé gott enda hafa menn ávallt tekið sér búsetu þar sem hreint og ferskt vatn er til staðar. Við þurfum vatnið ekki einungis til drykkjar heldur einnig til að brynna skepnum og vökva gróðurinn. Við getum einfaldlega ekki lifað án vatns. Hjá Íslendingum telst það sjálfsagður hlutur að hafa aðgang að góðu vatni í miklu magni, enda búum við í landi þar sem úrkoma er mikil. Allt annað ástand ríkir víða í heiminum þar sem íbúarnir þurfa ýmist að kljást við vandamál vegna þurrka eða flóða. Á þurrkasvæðum getur vatnsskorturinn skapað mikil vandamál sem verða sífellt erfiðari viðureignar. Nú á dögum hefur stór hluti mannkyns ekki aðgang að hreinu vatni og árlega deyja milljónir manna úr sjúkdómum sem berast með menguðu vatni. Stærstur hluti þeirra sem deyja eru börn undir fimm ára aldri. Fljót, bæði stór og smá, renna í gegnummörg ríki. Vatnið úr þeim er notað sem neysluvatn á heimilum, í landbúnaði og iðnaði. Með fólksfjölgun og bættum lífskjörum nota menn sífellt meira vatn. Aukin samkeppni um vatnið getur aftur leitt til alvarlegra árekstra á milli þjóða. Þessi stelpa í Súdan þarf að fara um langan veg til að sækja vatn. Yfirleitt er það hlutskipti kvenna og barna að sækja vatn fyrir fjölskylduna. Aðgengi að hreinu vatni eins og þessi mynd gefur í skyn er ekki eins sjálfsagt og margir halda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=