Um víða veröld - Heimsálfur

19 Maður og náttúra glæpsamlegt atferli. Fórnarlömb mansals eru látin vinna ýmiskonar vinnu, sum eru seld í nauðungarvinnu í verksmiðjum en meirihluti fórnarlamba er seldur í kynlífsþrælkun. Börn eru seld mansali, stundum til vinnu, sum til ólöglegra ættleiðinga og sum eru neydd til hermennsku eða í vændi. Erfitt er að áætla hversu mörg fórnarlömb mansals eru en þó hafa Sameinuðu þjóðirnar miðað við að á hverjum tíma séu þau nokkrar milljónir. Í sumum ríkjum er sjaldan farið eftir þeim mannréttindasáttmálum sem ætti að virða. Sameinuðu þjóðirnar gegna lykilhlutverki í að efla grundvallarviðurkenningu samfélaga fyrir almennum mannréttindum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=