18 Mannréttindi Öll höfum við einhverja tilfinningu fyrir því hvað okkur finnst rétt og rangt í samskiptum manna á milli. Sú tilfinning er þó breytileg frá einum einstaklingi til annars og tekur mið af þeirri menningu sem við búum í og hvernig samfélagið hefur mótað viðhorf okkar. Hugmyndir fólks um mannréttindi hafa tekið breytingum í tímans rás. Með Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, sem sett var fram árið 1948, urðu straumhvörf í mannréttindamálum. Þar er m.a. getið um bann við pyntingum og víðtæk réttindi til lífs, frelsis, mannhelgi, skoðanafrelsis og jafnréttis. Mikilsvert er að muna að grundvallarmannréttindi eru áunnin réttindi og þeim er því hægt að tapa sé ekki staðinn vörður um þau. Mannréttindi hafa haldið áfram að þróast frá 1948 og hefur þeim verið skipt upp í þrjár kynslóðir. • Til fyrstu kynslóðar mannréttinda teljast borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi okkar. Dæmi um slík réttindi eru að allir menn fæðast frjálsir, að við höfum skoðanafrelsi og að engum sé mismunað, t.d. vegna kynferðis, litarháttar eða trúar. • Til annarrar kynslóðar mannréttinda er réttur okkar til menntunar, húsnæðis, heilbrigðisþjónustu og mannsæmandi lífsskilyrða. • Til þriðju kynslóðar mannréttinda teljast svokölluð samstöðuréttindi, t.a.m. réttur til friðvænlegs umhverfis og réttur komandi kynslóða til óspilltrar náttúru. Fyrsta kynslóð mannréttinda er sú sem víðast hvar er virt en sú þriðja nýtur enn sem komið er hvað minnstrar viðurkenningar. Flest lönd í heiminum hafa skrifað undir Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en einnig eru til staðbundnir samningar um mannréttindi líkt og Mannréttindasáttmáli Evrópu og Mannréttindasáttmáli Ameríkuríkja. Staðbundnum mannréttindasáttmálum fylgja jafnframt dómstólar sem fjalla um mál þeirra sem telja að á sér hafi verið brotið. Þá hafa einnig verið settir á fót sérstakir dómstólar sem fjalla um víðtæk mannréttindabrot sem flokkuð hafa verið sem brot gegn mannkyni. Má þar nefna þjóðernishreinsanir í Rúanda árið 1994, þar sem um 800.000 manns voru myrtir, og stríðið í fyrrum Júgóslavíu sem stóð yfir frá árinu 1991–1995 þar sem tugir þúsunda voru myrtir. Annað dæmi um mannréttindabrot er mansal. Mansal er það þegar fólk, jafnt konur, karlar og börn, er selt í hagnaðarskyni. Mansal er því ÞJÓÐERNISHREINSANIR Í þjóðernishreinsunum er markmiðið að hreinsa ákveðin svæði af fólki af öðru þjóðerni eða uppruna með því að myrða það kerfisbundið. Kerti vafin í gaddavír eru einkennistákn alþjóðlegumannréttindasamtakannaAmnesty International.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=