Um víða veröld – Heimsálfur 40032 Um víða veröld – Heimsálfur er kennslubók í landafræði, einkum ætluð nemendum á unglingastigi. Í bókinni er fjallað um efnahagslega og félagslega þróun ólíkra svæða heimsins og það hvernig maðurinn byggir og nýtir jörðina. Bókin skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er tekið fyrir hvernig maðurinn byggir jörðina og nýtir sér hana. Rætt er um auðlindir, ólíka lifnaðarhætti, gróður og loftslag, íbúa jarðar og búsetu. Mannréttindi og ólík lífskjör fólks ásamt því sem einkennir þjóðir. Í öðrum hluta er viðfangsefnið heimsálfurnar, landslag þeirra, náttúrufar og auðlindir og helstu einkenni. Með hverri heimsálfu eru áhugaverðar rammagreinar um söguleg og landfræðileg málefni. Í þriðja hluta er fjallað um auðlindirnar í hafinu. Þar er velt upp spurningum eins og hver eigi hafið og auðlindir þess. Hvernig hafsvæðum sé skipt milli ríkja og hvernig lönd skipti með sér því sem hafið gefur. Einnig er rætt um landkönnuði og mögulegar siglingaleiðir norður fyrir Ísland. Bókinni fylgja kennsluleiðbeiningar á vef Menntamálastofnunar en verkefni eru í kennslubókinni í lok hvers kafla. Höfundur er Hilmar Egill Sveinbjörnsson landfræðingur og kennari.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=