15 Maður og náttúra Til að geta lýst fólksfjöldabreytingum á tilteknu svæði þarf að þekkja nokkur hugtök. Fæðingartíðni segir til um það hversu margir fæðast á hverja þúsund íbúa á ári og er hún mæld í prómillum‰. Þar sem fæðingartíðni er 10‰á hverja þúsund íbúa fæðast árlega 10 börn. Dánartíðni segir að sama skapi til um það hversu margir deyja á hverja þúsund íbúa á ári. Ef fæðingartíðni er meiri en dánartíðni merkir það að fleiri fæðast en deyja og þá myndast ástand sem kallað er náttúruleg fólksfjölgun. Ef dánartíðni er hærri en fæðingartíðni verður náttúruleg fólksfækkun. Búferlaflutningar fólks á aðra staði eða til annarra landa hafa líka áhrif á íbúafjölda. Þegar fólk flyst úr landi er talað um brottflutning en aðflutning þegar fólk flytur til lands. Í mörgum Evrópuríkjum hefur dregið mjög úr fæðingartíðni á sama tíma og meðalævilengd hefur hækkað. Meðalævilengd gefur til kynna hversu háum aldri má ætla að nýfætt barn sem fæðist í tilteknu landi nái. Í mörgum Evrópuríkjum hefur þessi þróun valdið því að íbúum fer fækkandi á sama tíma og þjóðirnar eldast. Óvenju hátt hlutfall þjóðarinnar er á gamals aldri og stöðugt fækkar þeim sem eru á vinnualdri. En það er fleira en bara fæðingartíðnin sem getur haft áhrif á samsetningu íbúa. Í mörgum löndum Afríku sunnan Sahara má sjá hvernig HIV veiran hefur haft mikil áhrif á íbúasamsetninguna. Í löndum eins og Lesótó og Malaví er hátt hlutfall barna og gamalmenna og fólki á vinnualdri hefur fækkað verulega vegna þess hversu margir hafa látist úr alnæmi. Slíkar breytingar geta haft víðtæk áhrif á afkomu og möguleika þjóða til framtíðar. Í Kínamá sjá aðra þróun, því þegar kynjasamsetning þjóðarinnar er skoðuð má greina þar áhrif svokallaðrar eins barns stefnu stjórnvalda. Til að stemma stigu við mikilli fólksfjölgun ákváðu kínversk stjórnvöld að takmarka þann fjölda barna sem hvert par mátti eignast við eitt barn. Einhverjar tilslakanir hafa þó verið gerðar og þá aðallega í sveitum landsins. Hér má sjá tímaskeið mannfjöldaþróunar. Á fyrsta skeiði var fæðingartíðni há og dánartíðni sömuleiðis. Á öðru skeiði hélst fæðingartíðni enn há en dánartíðni snarlækkaði, m.a. vegna framfara í læknavísindum og bættra lífskjara. Á þriðja skeiði lækkaði fæðingartíðni mikið og dánartíðni hélst lág. Á fjórða skeiði er fæðingar- og dánartíðni lág. Rauða svæðið sýnir fólksfjölgun, það er að segja mismun fæðingar- og dánartíðni. Aldurspíramídar sýna fjölda karlaog kvenna í mismunandi aldurshópum. Með því að rýna í mannfjöldapíramída má lesa ýmislegt – um íbúasamsetningu þjóða. Þar má t.d. sjá í hvaða aldurshópum flestir íbúar eru, hverjir lifa lengur, karlar eða konur og hvort meira er um ungt fólk eða gamalt. Ef við berum saman Lesótó og Ísland má t.d. sjá að meðal ævilíkur eru mun meiri á Íslandi. Hvað fleira má lesa úr píramídunum? X-ásinn táknar hlutfall í hverjum aldurshópi. 90 ára og eldri 85–89 ára 80–84 ára 75–79 ára 70–74 ára 65–69 ára 60–64 ára 55–59 ára 50–54 ára 45–49 ára 40–44 ára 35–39 ára 30–34 ára 25–29 ára 20–24 ára 15–19 ára 10–14 ára 5–9 ára 0–4 ára ‰
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=