Um víða veröld - Heimsálfur

162 Verkefni Kort 1. Hver eru fimm stærstu heimshöfin? En hver eru stærstu innhöfin? 2. Hver eru mestu olíuframleiðsluríki heims? 3. Finndu Drekasvæðið milli Íslands og Noregs. Hvort er styttra til Íslands eða Noregs? Hvaðan ætli væri styst að sækja þjónustu ef borpallur risi þar? 4. Hve stór er efnahagslögsaga Íslands? En annarra ríkja t.d. Bretlands, Noregs og Japans? 5. Hvaða áhrif hefur Golfstraumurinn hér á landi? 6. Hvaða auðlindir hafsins nýtum við á Íslandi? Finndu svarið 7. Hvað er landhelgi, efnahagslögsaga og fiskveiðilögsaga? 8. Hvaða auðlindir er að finna í hafinu? Nefndu nokkur dæmi. 9. Hvaða málma er að finna í hafinu og til hvers eru þeir nýttir? 10. Hvað er alþjóðlegt hafsvæði? Umræður 11. Hvaða þýðingu heldur þú að það hafi fyrir Ísland ef hér finnst olía? 12. Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Kostir og gallar. 13. Hvernig virkar skipastigi? Teiknaðu skýringarmynd. Viðfangsefni 14. Finnið grein um sjórán, kynnið fyrir bekknum. 15. Leitið upplýsinga um fisktegundir sem eru ofveiddar og hvaða lönd eiga hlut að máli? 16. Hvaða fisktegundir eru undirstaða fiskeldis a. Í hitabeltislöndum? b. Þar sem loftslag er kaldara? 17. Veljið annaðhvort Panamaskurðinn eða Súesskurðinn. Teiknið siglingaleiðina á kort (fyrir og eftir að skurðurinn var gerður) og finnið helstu staðreyndir um skurðinn. 18. Rökræður. Skiptið hópnum í tvennt og ræðið kosti og galla við íslenska kvótakerfið. 19. Veljið einn af eftirtöldum heimskönnuðum, kynnið ykkur sögu hans, teiknið kort af siglingaleiðunum og kynnið fyrir samnemendum (t.d. leikrit, skjákynning, myndband, teiknimyndasaga). a. Kristófer Kólumbus b. James Cook c. Vasco da Gama d. Ferdinand Magellan Ísland 20. Hvernig hefur efnahagslögsaga Íslendinga breyst frá því um miðja 20. öld? 21. Hvaða fisktegundir veiða Íslendingar aðallega? 22. Hvar annars staðar stunda Íslendingar fiskveiðar en við strendur Íslands? 23. Hvaða breytingar gætu átt sér stað hér á landi ef siglingaleið opnast í Norður-Íshafi á milli Kyrrahafs og Atlantshafs?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=