Um víða veröld - Heimsálfur

14 Að fylgjast með mannfjölda Gögn um mannfjölda gefa okkur ýmsar vísbendingar sem geta reynst okkur gagnlegar. Þegar fylgst er með mannfjölda er ekki einungis verið að fylgjast með fjöldanum heldur einnig með samsetningu þjóða hvað snertir aldur og kyn. Þessar upplýsingar geta nýst til að leita lausna á þeim vandamálum sem fylgja fólksfjölgun eða fólksfækkun og breytingum á samsetningu þjóða. Áhrifamesta aðferðin við manntal er að halda nákvæma skrá yfir fæðingar, dauðsföll og flutninga til og frá landi. Í mörgum löndum eru slíkar skrár ekki til og þar er stuðst við áætlanir. Hjá fjölmennari þjóðum getur þess konar manntalsaðferð líka verið afar erfið í framkvæmd. 1975–2000 1975–2000 Með Brandt-línunni er reynt að skipta löndum heimsins eftir efnahagslegu ástandi. HIV HIV er skaðleg veira í mönnum sem getur valdið alnæmi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=