Um víða veröld - Heimsálfur

157 Heimshöfin nýtingu hafsins fylgja einnig skyldur, m.a. þær að koma í veg fyrir ofveiði og mengun innan lögsögunnar. Rekist efnahagslögsaga eins ríkis á við efnahagslögsögu annars ríkis eru sanngirnissjónarmið látin ráða því hvar hún liggur. Algengast er að miðlína milli ríkja sé látin gilda. Innan efnahagslögsögu ríkis hafa öll erlend skip rétt til frjálsra siglinga. Hafsvæði utan efnahagslögsögu ríkja kallast alþjóðleg hafsvæði og teljast sameign allra jarðarbúa. Fiskveiðar Mikilvægasta fæðan sem við sækjum í hafið er fiskur. Árið 1950 voru veiddar um 20 milljónir tonna af fiski úr sjó en nú eru árlega veiddar um 100 milljónir tonna. Þessi mikla aukning hefur leitt til þess að víða hefur verið gengið mjög nærri fiskistofnum. Ofveiði hefur spillt mörgum af mikilvægustu fiskimiðum heims sem hefur leitt til þess að fiskistofnar margra vinsælustu tegunda matfiska hafa farið minnkandi. Dæmi um fisktegundir sem hafa verið ofveiddar eru t.d. síld og þorskur í NorðurAtlantshafi, sardínur í norðurhluta Kyrrahafs og ansjósur við strendur Perú og Chile. Ofveiðin hefur stafað af gengdarlausri ásókn sífellt stærri og afkastameiri fiskiskipa með stærri og betri veiðarfæri en áður hefur þekkst. Þessari þróun hafa ríki heims mætt með því að koma stjórn á fiskveiðar og takmarka þær. - 2.000.000 4.000.000 6.000.000 8.000.000 10.000.000 12.000.000 14.000.000 16.000.000 Kína Perú Indónesía Bandaríkin Indland Japan Rússland Chile Myanmar Filippseyjar Noregur Ísland 2009 2009 Heimsafli eftir ríkjum 2009 Íslendingar eiga vel tækjum búinn og afkastamikinn fiskiskipaflota. Efnahagslögsaga nokkurra ríkja í NorðurAtlantshafi. Heimshöfin

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=