Um víða veröld - Heimsálfur

156 Auðlindanýting í hafinu Í hafinu og á hafsbotninum er að finna náttúruauðlindir sem maðurinn hefur nýtt sér frá örófi alda. Þangað hafa menn sótt fæðu, orku, málma og annað sem þeir hafa getað nýtt sér á einn og annan hátt. Hver á hafið og auðæfi þess? Í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem tók formlega gildi árið 1994 segir að hvert ríki sem liggur að sjó (strandríki) hafi fullan umráðarétt yfir 12 sjómílna landhelgi. Þar getur ríkið eitt og sér takmarkað siglingar og nýtingu auðlinda eins og fiskistofna. Utan landhelgi, allt til 200 sjómílna (370 km), hefur strandríki einnig ákveðin réttindi til fiskveiða og annarrar nýtingar auðlinda í hafinu og á hafsbotninum. Þetta svæði kallast efnahagslögsaga. Þetta hafsvæði er einnig kallað fiskveiðilögsaga, þar sem ríkið fer með stjórn fiskveiða á því. Þessum réttindum varðandi Helstu fiskimið stærstu fiskveiðiþjóða heims ásamt mest veiddu fisktegundum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=