Um víða veröld - Heimsálfur

154 Landakröfur ríkja Um 200 ára skeið hafa landkönnuðir og athafnamenn lagt leið sína á Suðurskautslandið í leit að ævintýrum og auðæfum. Í seinni tíð hafa nokkur ríki gert kröfur til landsvæða en ekki hlotið alþjóðlegt samþykki. Árið 1961 gerðu þau ríki sem stunduðu vísindarannsóknir á svæðinu samkomulag um alþjóðlega stjórnun og vísindalega samvinnu í stað hugsanlegra deilna um yfirráðasvæði. Síðan hefur Suðurskautslandið verið undir stjórn Suðurskautssambandsins. Árið 1991 samþykkti sambandið 50 ára bann við námuvinnslu á Suðurskautslandinu og árið 1998 tók gildi samkomulag um að gera Suðurskautslandið að náttúruverndarsvæði. En eins og annars staðar munu sjónarmið náttúruverndarsinna og þeirra sem vilja nýta náttúruauðlindir takast á. Menn hafa ekki getað sest að á suðurskautssvæðinu vegna erfiðra náttúruskilyrða. Eina byggðin takmarkast við rannsóknarstöðvar sem ríki hafa komið upp víðs vegar við ströndina. Árið 1956 settu bandarískir vísindamenn upp McMurdo-rannsóknarstöðina á Rosseyju í Rosshafi. Í dag er hún stærsta rannsóknastöðin á Suðurskautslandinu. Hún minnir einna helst á lítinn kaupstað, þar sem finna má verslanir og banka. Mörg hundruðmanns hafa þar vetursetu og á sumrin eru íbúar þar um 3000 talsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=