Um víða veröld - Heimsálfur

153 Suðurskautslandið Náttúruauðlindir Fyrir um 160 milljónum ára myndaði Suðurskautslandið eitt landsvæði, Pangeu, ásamt Ameríku, Afríku og Ástralíu og því er berggrunnur þessara heimsálfa líkur að gerð. Með þá vitneskju í farteskinu hófu menn að leita verðmætra jarðefna á Suðurskautslandinu. Í berggrunni suðurskautssvæðisins hafa m.a. fundist járn, króm, kopar, gull og nikkel. Óblítt loftslag og umhverfislegt mikilvægi svæðisins hefur hins vegar valdið því að nýting jarðefna hefur enn ekki verið fýsilegur kostur. Í Transantarktíkafjöllum hafa einnig fundist kolalög. Kol eru jurtaleifar sem myndast á löngum tíma. Á mörg þúsund árum verða jurtaleifarnar að mó og á milljónum ára verður mórinn að kolum. Einhvern tímann í fyrndinni hefur loftslag því verið hlýrra og jarðvegur frjósamari á þessu meginlandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=