146 Verkefni Kort 1. Hvaða haf umlykur Ástralíu? 2. Hvaða lönd eru stærstu lönd Eyjaálfu? 3. Hversu mikið er dýpið á dýpsta hafsvæði jarðar, Mariannaeyjatrogi? 4. Hvar eiga stærstu ár Ástralíu upptök sín og hvar renna þær til sjávar? 5. Hverjar eru stærstu eyðimerkur í Ástralíu? 6. Hvað heita tvær stærstu eyjar Nýja-Sjálands? 7. Hver er lengsta á Eyjaálfu? 8. Hver er helsta landbúnaðarframleiðsla í Eyjaálfu? 9. Hvaða land ræður yfir þessum eyjum. a. Bikini b. Gilberteyjar c. Guam d. Linjeeyjar e. Nýja-Bretland f. Nýja-Írland g. Nýja-Kaledonía h. Pitcairn i. Páskaeyja j. Tasmanía 10. Um hvaða eyjar liggur daglínan? Finndu svarið 11. Hvað heita stóru eyjabálkarnir þrír í Kyrrahafi? 12. Stærsta kóralrif veraldar er fyrir utan strönd Ástralíu. Hvað heitir það og í hvaða hafi er það? 13. Hvaða skilyrði þurfa að vera svo að kórallar myndist? 14. Hvernig eru árstíðaskiptin í Eyjaálfu ólík því sem er hjá okkur á Íslandi?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=