Um víða veröld - Heimsálfur

144 Míkrónesía samanstendur af fjölmörgum litlum kóraleyjum og skógi vöxnumeldfjallaeyjum í vestanverðuKyrrahafi. OrðiðMíkrónesía kemur úr grísku og þýðir litlar eyjar. Eyjarnar eru myndaðar í neðansjávareldgosum og rísa beint upp af hafsbotninum. Í dag eru ríki Míkrónesíu annaðhvort fyrrverandi nýlendur eða svæði sem enn eru undir stjórn annarra ríkja. Á eyjunum eru takmarkaðar auðlindir og eru flestar háðar efnahagsaðstoð annarra ríkja. Melanesía liggur fyrir sunnanMíkrónesíu. Stærstu eyjarnar eru myndaðar við eldgos en þær smærri eru margar hverjar kóraleyjar og að mestu leyti óbyggðar. Efnahagslífið er nokkuð fjölbreytt. Þar eru landbúnaðarafurðir ræktaðar til útflutnings eins og sykur og kókoshnetukjarnar. Á NýjuKaledóníu eru auðugar nikkelnámur og á Fídjí nýta menn jarðefni og vatnsafl. Efnahagurinn byggist þó í auknum mæli á ferðaþjónustu. Orðið Melanesía er einnig komið úr grísku og merkir svartar eyjar til aðgreiningar frá eyjum Míkrónesíu og Pólýnesíu. Pólýnesía er langstærsti eyjabálkurinn og hann nær allt frá Hawaiieyjum í norðri suður fyrir Nýja-Sjáland og austur fyrir Páskaeyju. Flestir eyjaklasar Pólýnesíu liggja þó austan við Ástralíu. Eyjarnar eru fámennar og efnahagslífið fábrotið. Aðallega er um að ræða ræktun landbúnaðarafurða til lífsviðurværis, eins og maís, banana og aðrar hitabeltismatjurtir, fiskveiðar og ferðaþjónustu. Orðið Pólýnesía kemur úr grísku og þýðir margar eyjar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=