Um víða veröld - Heimsálfur

143 Eyjaálfa Meðal helstu atvinnuhátta eyjaskeggja eru fiskveiðar, fiskvinnsla og önnur matvælaframleiðsla. Ferðamannastraumur hefur stóraukist til ýmissa Kyrrahafseyja og er ferðaþjónusta nú víða drjúg tekjulind. Samgöngur á sjó hafa ávallt verið eyjaskeggjum gríðarlega mikilvægar. Í dag hafa háþróaðar flugsamgöngur hins vegar dregið verulega úr einangrun margra afskekktra samfélaga. Míkrónesía, Melanesía og Pólýnesía Eyjunum í vesturhluta Kyrrahafsins er skipt upp í þrjá stærri eyjabálka eftir menningarlegum skyldleika sem finna má innbyrðis á hverju svæði fyrir sig. Eyjabálkarnir eru Míkrónesía, Melanesía og Pólýnesía. Til að átta sig á yfir hversu víðáttumikið hafsvæði Kyrrahafseyjarnar teygja sig er gott að skoða mælikvarðann á kortinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=