142 Kyrrahafseyjar Talið er að eyjar Kyrrahafsins hafi byggst frá meginlandi Asíu og eyjaklösum Suðaustur-Asíu fyrir um 3000–4000 árum. Landnám eyjanna hefur verið siglingafræðilegt afrek sökum mikilla vegalengda og tækni þess tíma. Evrópumenn uppgötvuðu eyjar Kyrrahafsins þó ekki fyrr en á 16. öld þegar portúgalski landkönnuðurinn Ferdinand Magellan fór fyrir fyrsta spænska leiðangrinum um hafið. Síðar komu Hollendingar, Bretar, Frakkar og fleiri þjóðir. Mikinn fjölda eyja er að finna í Kyrrahafinu öllu, þó sérstaklega vesturhlutanum. Þar eru margir eyjabogar sem orðið hafa til vegna reks Evrasíu- og Ástralíuflekanna yfir Kyrrahafsflekann. Miklar jarðskorpuhreyfingar í vesturhluta Kyrrahafsins hafa leitt til fellingamyndunar þar sem bogadregnir eyjaklasar og djúpir álar eru einkennandi. Eyjabogarnir eru hæstu brúnir fellingamyndunarinnar. Þar eru víða virk eldfjöll. Einnig er þar að finna fjölda eyja sem myndast hafa í neðansjávareldgosum og rísa beint upp af hafsbotninum. Kyrrahafið er þekkt fyrir veðursæld, þó óveður geti líka geisað. Á sumum svæðum eru ofsaveður og fellibyljir tíðari en annars staðar. Við vesturhluta Kyrrahafs, beggja vegna miðbaugs, blása árstíðabundnir monsúnvindar með sínu úrhelli. FELLINGAMYNDUN Fellingamyndun er jarðskorpuhreyfing sem leiðir til þess að jarðlög kýtast saman og mynda fellingar. Dæmigerður pólýnesískur bátur sem notaður er við fiskveiðar og fólksflutninga milli nálægra eyja.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=