Um víða veröld - Heimsálfur

141 Eyjaálfa sín og helgistaði aftur, með misjöfnum árangri. Árið 1985 var hinum þekkta helgistað Uluru (Ayerskletti) og landsvæðinu í kring skilað aftur til Anangú-þjóðarinnar. Í seinni tíð hafa bæði menning og landréttindi notið aukinnar viðurkenningar. Útrýmingarstefna landnemanna og sjúkdómar sem þeir báru með sér til Ástralíu stráfelldu frumbyggjana. Áður en öld var liðin frá því að Evrópumenn komu hafði frumbyggjum fækkað um allt að 90%. Það er ekki fyrr en nýlega að þeim fór að fjölga aftur. Þrátt fyrir þessi grimmu örlög hafa samfélög hvítra landnema og frumbyggja líka blandast og hafa margir frumbyggjar tekið upp nútímasiði og menningu. Dans og söngur er stór þáttur í menningu frumbyggja og eiga textar þeirra og kvæði rætur að rekja til athafna þeirra á forsögulegum tíma. Samkvæmt trú frumbyggjanna ferðuðust forfeður þeirra úr andaheimum og sköpuðu alla hluta hins efnislega heims, landið sjálft, allar lífverur og tengslin á milli þeirra. Þessa sköpun nefna frumbyggjar draumatímann og er hann grunnþáttur í menningu þeirra. Bjúgverpill (búmerang) og drynpípa (didgeridoo eða yidaki) koma frá frumbyggjumÁstralíu og eru ríkur þáttur í menningu þeirra. Drynpípan er hljómmikið blásturshljóðfæri sem notað er í vígsluathöfnum og til að framkalla leiðslu og komast í draumaheiminn. En frumbyggjar trúa mikið á drauma og telja þá gjarnan heilaga. Lífskjör frumbyggja eru mun lakari en hjá hinum hvítu. Barnadauði er hár og meðalaldur er töluvert lægri en hjá öðrum Áströlum. Frumbyggi blæs í drynpípu. Talið er að blásturshljóðfærið eigi uppruna sinn í norðurhluta Ástralíu. Það er 1–3metra langt og er helst líkt við trompet úr tré. Uluru (Ayersklettur) er tignaður semhelgur staður af frumbyggjumog hefur haft mikið aðdráttarafl ferðamanna í Ástralíu. Bjúgverpill kemur upprunalega frá frumbyggum Ástralíu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=