Um víða veröld - Heimsálfur

140 Frumbyggjar Ástralíu Frumbyggjar Ástralíu eru kallaðir aboriginals á erlendum málum, sem þýðir frá upphafi. Talið er að frumbyggjar Ástralíu hafi komið frá Asíu fyrir um 50.000 árum. Þegar Evrópumenn komu til Ástralíu á 18. öld er áætlað að þeir hafi verið um 700 þúsund talsins. Í kjölfarið fækkaði þeim mikið en eru í dag um 500 þúsund. Frumbyggjar þessa gríðarstóra lands skiptast í fjölmargar þjóðir sem vilja láta nefna sig sínum eigin nöfnum. Má þar t.d. nefna Varlpíra, Arrernta, Anangúa og Jolngúa sem er ein margra þjóða í Arnhemlandi nyrst í Ástralíu. Þegar landnemarnir komu fyrst buðu frumbyggjarnir þá velkomna. En kröfur landnemanna um eignarland, hugtak sem frumbyggjarnir þekktu ekki, hröktu þá af löndum sínum langt inn í eyðimerkurnar þar sem þeir voru látnir vera, enda landið þar ekki eftirsóknarvert vegna erfiðra búsetuskilyrða. Síðan hafa frumbyggjar oft barist fyrir því að fá lönd Einkennandi myndform frumbyggja.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=