Um víða veröld - Heimsálfur

139 Eyjaálfa Ástralía er mikið landbúnaðarland og á gresjum þess eru stórar hjarðir af sauðfé og nautgripum á beit. Vörur eins og kjöt, ull og mjólkurvörur eru að stórum hluta fluttar til Asíu og Evrópu og þá aðallega Bretlands. Mikið er ræktað af sykurreyr og korntegundum eins og hveiti, maís og byggi en Ástralía er einn helsti útflytjandi hveitis í heiminum. Einnig er umfangsmikil ræktun á ávöxtum og grænmeti eins og vínberjum og sítrusávöxtum. Árið 1851 fannst gull í Ástralíu og hefur námugröftur síðan verið meðal helstu atvinnuvega landsins, endaÁstralíamjög auðug af ýmsum jarðefnum. Gullfundurinn og gullæðið í kjölfarið varð til þess að borgirnar við suður- og austurstrendur landsins uxu hratt. Miklar jarðefnaauðlindir, eins og báxít, járngrýti, kol, gull og kopar voru áður undirstaða ástralsks iðnaðar ásamt landbúnaðarafurðum. Í dag hefur framleiðslu- og þjónustustörfum fjölgað, einkanlega í hátækniiðnaði eins og rafeinda-, efna- og bílaiðnaði og ferðaþjónustu. Olía og jarðgas finnst aðallega í Bass-sundi sem er á milli meginlandsins og eyjarinnar Tasmaníu í suðri. Flugsamgöngur í Ástralíu eru háþróaðar, þ.á m. fluglæknisþjónusta sem tengir strjálbýl miðsvæðin við aðra hluta landsins. Járnbrautarkerfi landsins er sæmilegt. Um hina láglendu Nullarborsléttu myndar ástralska millistrandarjárnbrautin meira en 480 km þráðbeina línu. BRESKA SAMVELDIÐ Breska samveldið er samband fullvalda ríkja, sem flest öll eru fyrrverandi nýlendur breska heimsveldisins. Elísabet II er þjóðhöfðingi Breska samveldisins. Kóalabjörn og breiðnefur. Ástralía er ríkjasamband sex ríkja; VesturÁstralía, Suður-Ástralía, Queensland, Nýja Suður Wales, Victoria og Tasmanía, og tveggja sjálfsstjórnarsvæða; Norðursvæðið og höfuðborgarsvæðið Canberra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=