Um víða veröld - Heimsálfur

12 Mannfjöldi Tölur um fjölda íbúa geta sagt okkur margt um lífið á hverjum stað eða í landinu sem um ræðir. Er þar t.d. þéttbýlt eða strjálbýlt? Hvað með aðgang að auðlindum, s.s. mat, vatni og orku? Hér má sjá dreifingu fólks um jörðina. Um helmingur jarðarbúa býr á aðeins um 5% af þurrlendi jarðar og ef við skoðumstærri hluta þá búa 90% jarðarbúa á 20%af þurrlendinu. Af hverju gæti þessi ójafna dreifing stafað?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=