Um víða veröld - Heimsálfur

137 Eyjaálfa VATNASKIL Vatnaskil er sú lína eða skil á heiðum og fjöllum þar sem vatn rennur í mismunandi áttir. Vatnaskil marka vatnasvið. Tröllatré geta orðið mjög gömul og yfir 100 metra á hæð. Akasíutré eru einnig algeng. Suður og austur af þessum stóru skógum eru miklar grassléttur (gresjur). Þar er að finna helstu landbúnaðarsvæði Ástrala þar sem stunduð er akuryrkja og kvikfjárrækt. Í eyðimörkunum þrífast margar runnategundir. Ólíkar þjóðir Íbúar Eyjaálfu eru mjög mismunandi eftir því hvar þeir búa í álfunni. Í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi býr langstærsti hluti íbúanna og eru þeir flestir komnir af Evrópumönnum. Þessi ríki tilheyra þeim auðugu í heiminum og eru lífskjör svipuð og á Vesturlöndum. Á Kyrrahafseyjunum eru lífskjörin langt í frá þau sömu og í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Þar búa miklu fleiri þjóðir og eru töluð þar um 2000 tungumál. Sem dæmi um þjóðernislegan fjölbreytileika má nefna eyjuna Nýju-Gíneu. Íbúar austurhluta hennar, Papúa Nýju-Gíneu, tala meira en 800 tungumál. Loftslag og úrkoma í Eyjaálfu. Frumbyggi Papúa Nýju-Gíneu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=