136 Meginhluti Ástralíu er svo láglendur að ár falla í stöðuvötn í stað þess að renna til sjávar. Úrkoman nægir varla til að viðhalda rennsli ánna og þorna flest stöðuvötn upp í mið- og vesturhluta Ástralíu þegar úrkomulaust er í einhvern tíma. Eina stóra áin í Ástralíu er Murray og þverá hennar heitir Darling. Lítið er um stór vötn í álfunni og flest þorna þau reglulega upp. Stærst þeirra er Norður-Eyrevatn í sunnanverðri Ástralíu. Meira en 40% af Ástralíu eru eyðimerkur og er þær aðallega að finna í vestur- og miðhluta landsins. Hitinn í eyðimörkunum getur hæglega farið upp í 50°C. Árstíðabundin úrkoma fellur stundum í þrumuveðrum, en vegna hitans gufar rakinn fljótt upp og nýtist gróðri því illa. Náttúrufar Þar sem Eyjaálfa er umlukin sjó mótast loftslagið af temprandi áhrifum hafanna. Á hinum fjölmörgu eyjum sem eru á víð og dreif í Kyrrahafinu er loftslagið heitt og rakt. Meginland Ástralíu er hins vegar undantekning. Sökum mikillar víðáttu, láglendis og fjarlægðar frá sjó getur þar orðiðmjög heitt á daginn og eru þurrkar algengir, enda víða eyðimerkur. Þar getur hitinn auðveldlega farið í 40 °C. Á strandsvæðunum í Suðaustur-Ástralíu, þar sem flestir búa, er svalara og raki meiri. Í suðurhluta Ástralíu ríkir Miðjarðarhafsloftslag. Þótt Miðjarðarhafið sé víðs fjarri er veðurfar líkt því sem er við Miðjarðarhafið, veturnir (júní–ágúst) eru vætusamir og mildir og sumrin (desember–mars) þurr og heit. Nyrst í Ástralíu, á NýjuGíneu og Kyrrahafseyjunum er rakt hitabeltisloftslag. Á Nýja-Sjálandi er loftslag temprað. Þar er úrkoma mikil á vesturströndinni. Ástralía er ófrjósamasta meginlandið. Um 70% landsins eru nær óbyggð. Þó finnast mörg gróðursæl svæði vítt og breitt um álfuna. Á nokkrum svæðum í norðurhluta Ástralíu og á Nýju-Gíneu vaxa hitabeltisregnskógar. Á þurrari svæðum eru evkalyptusskógar (tröllatré) algengir.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=