129 Suður-Ameríka ströndumArgentínu í Atlantshafi eru Falklandseyjar (semArgentínumenn nefna Malvinaseyjar). Þær tilheyra Bretum en Argentína gerir kröfu til þeirra. Á landamærum Brasilíu eru Iguassufossarnir. Þeir eru meðal mest sóttu ferðamannastaða Suður-Ameríku og eru á heimsminjaskrá UNESCO. Á víðáttumiklum Pampas-sléttunum í Argentínu fer fram mikil nautgriparækt. Argentína framleiðir mikið af nautakjöti á heimsmarkað og er stór hluti þess fluttur út til Bandaríkjanna þar sem búnir eru til hamborgarar úr því. Í Patagóníu er sauðfjárrækt aðalatvinnugreinin. Akuryrkja er þó nokkur, aðallega hveiti og maís. Austan Andesfjalla eru ræktuð vínber, bómull og sykurreyr. Lítið er um verðmæt jarðefni í Argentínu. Það sem einkum finnst er olía við Magellansund og gull og silfur. Iðnaður snýr einkum að vinnslu landbúnaðarafurða til útflutnings og verksmiðjum sem framleiða matvæli, föt og leðurvörur. Landbúnaðarframleiðslan er stærsta útflutningsgrein landsins. Í Argentínu er gott vega- og járnbrautakerfi. Járnbrautakerfið er þó ekki allt í notkun. Með einkavæðingu samgöngukerfisins vonast menn til að hægt verði að gera bragarbót á því. Stærstu fljótin eru skipgeng langt inn í land. Ítalska hverfið La Boca í Buenos Aries.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=