126 Forn menning í Perú og Bólivíu Fyrstu landnemar Suður-Ameríku, um 10.000 árum f.Kr., voru veiðimenn og safnarar sem lifðu á Karíbahafssvæðinu og í norðurhluta Andesfjalla. Talið er að landbúnaður hafi fyrst farið að þróast í hálendi Andesfjalla um 6000 f.Kr. með ræktun matjurta eins og maís og kartaflna. Aukin uppskera leiddi til fólksfjölgunar og stærri og skipulagðari samfélaga. Leifar margra fornra menningarþjóða hafa fundist í strandhéruðum Perú og í Andesfjöllum. Fyrstu samfélögin voru staðbundin en með tímanum urðu þau útbreiddari. Stórveldi Inkanna var síðasta frumbyggjasamfélagið sem dafnaði í Suður-Ameríku án utanaðkomandi áhrifa. Í þeim samfélögum sem ríktu fyrir tíma Inkanna var lagður grunnur að valdakerfi, samfélagsskipan og trúarbrögðum þessarar merkilegu þjóðar, Inkanna. Skömmu eftir að Evrópumenn komu til Suður-Ameríku hrundi veldi þeirra og hafa engin frumbyggjasamfélög álfunnar náð sér á strik síðan. Útbreiðsla Inkaríkisins á stórveldistíma þeirra á 15. öld. Nasca-línurnar sem greyptar voru í eyðimörkina í Perú er merkileg arfleifð Nascaþjóðarinnar. Talið er að þær tengist trúar- og fórnarathöfnum til forna. Fjölskylda í Perú á förnum vegi í Andesfjöllum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=