122 Brasilía Brasilía er stærsta og fjölmennasta landið í Suður-Ameríku og það fimmta stærsta í heiminum. Miðbaugurinn liggur í gegnum landið norðanvert. Gróflega má skipta landslagi Brasilíu í tvennt. Í fyrsta lagi er það Amasonlægðin í norðurhlutanum þar sem stærsta regnskóg og vatnsmesta fljót heims er að finna. Í öðru lagi er það Brasilíuhálendið í mið- og suðurhlutanum, ævaforn berggrunnur þar sem mikið er af verðmætum jarðefnum. Í norðurhluta landsins er hitabeltisloftslag með litlum breytingum milli sumars og veturs. Þar er úrkoma mikil, sem myndar, ásamt háum hita kjöraðstæður fyrir þéttan, tegundaríkan hitabeltisregnskóg. Á hálendinu í mið- og suðurhlutanum er loftslagið heittemprað. Þar eru miklar grassléttur sem hafa verið nýttar til akuryrkju og kvikfjárræktar, aðallega nautgriparæktar. Um einn fjórði af öllu landi í Brasilíu er notaður undir landbúnað og vinna um 30% landsmanna við hann. Mestu landbúnaðarsvæðin eru
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=