Um víða veröld - Heimsálfur

119 Suður-Ameríka Í álfunni einskorðast vega- og járnbrautakerfið að stórum hluta við strandsvæðin vegna náttúrulegra farartálma, Andesfjalla og Amasonlægðarinnar, en hún er eitt síðasta stóra óbyggða svæðið sem eftir er á jörðinni. Mikil kaffiframleiðsla er í Kólumbíu og Brasilíu og nautakjötsframleiðsla í Brasilíu og Argentínu. Ólögleg framleiðsla kókaíns er mikil og hafa voldugir eiturlyfjabarónar valdið mikilli ólgu og spillingu, sem hrjáir norðvestanverða Suður-Ameríku og grefur undan ríkisstjórnum og efnahagslífi. Í álfunni er knattspyrna í hávegum höfð og þaðan koma duglegir og flinkir knattspyrnumenn. Þar þróaðist sá fótboltastíll sem oftast er nefndur sambabolti. Hin gengdarlausa skógareyðing semá sér staðmun hafa alvarlegar afleiðingar áður en langt um líður ef ekki verður gripið til einhverra varúðarráðstafana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=