118 Náttúruauðlindir Það er eiginlega ekki hægt að tala um tiltölulega ófrjósamar, víðáttumiklar sléttur sem náttúruauðlind. En vegna þess hversu mikilvæg Pampas-sléttan í suðausturhluta álfunnar er sem beitarland fyrir nautgripi má skilgreina hana sem náttúruauðlind, einkum þar sem hún stendur undir stórum hluta af efnahag landanna sem þar eru. Skógar Amason eru náttúruauðlind, ekki síst fyrir líffræðilegan fjölbreytileika þeirra. Í Kyrrahafi undan vesturströnd álfunnar eru auðug fiskimið. Olíu og jarðgas er aðallega að finna nyrst í Venesúela og Kólumbíu. Víða í Andesfjöllum finnst einnig talsvert magn af málmum. Einkenni álfunnar Helsta einkenni álfunnar er sterk arfleifð sögunnar. Spánverjar og Portúgalar réðu lengi yfir langstærstum hluta hennar og eru töluð rómönsk mál næstum um alla álfu, portúgalska í Brasilíu og spænska í nær öllum hinum löndunum. Opinber trú er kaþólska og má finna glæstar nýlendukirkjur í borgum og bæjum um álfuna. Ör borgarvæðing á seinni hluta 20. aldar leiddi til þess að í stórborgummynduðust stór fátækrahverfi. Misskipting auðs veldur því að mikil gjá er á milli vellauðugra landeigenda og þeirra sem búa við örbirgð í fátækrahverfum stórborganna. Þar er mikið um götubörn og glæpir eru tíðir. Nautgriparækt er mikil á Pampas-sléttunni í suðurhluta álfunnar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=