117 Suður-Ameríka Iðnaður og þjónusta Iðnvæddustu ríki Suður-Ameríku eru Argentína og Brasilía. Helstu iðngreinar eru þungaiðnaður eins og stálframleiðsla, matvælaframleiðsla, vefnaðar- og efnaiðnaður. Í Venesúela byggist iðnaðurinn að stórum hluta á olíu, jarðgasi og raforku sem framleidd er úr vatnsafli og er notuð m.a. til álframleiðslu sem er mikil. Á vanþróaðri svæðum, eins og í Ekvador, Perú og Bólivíu, er matvælaiðnaður og námugröftur víða stundaður. Framleiðsla matvæla er fyrir innanlandsmarkað og vinnsla verðmætra jarðefna til útflutnings. Eitt varðskip Íslendinga, Þór var smíðað í Chile og afhent Íslendingum árið 2011.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=