115 Suður-Ameríka Amason-regnskógurinn er um 6 milljónir km2 að stærð og þekur meira en helming af öllu regnskógasvæði í heiminum. Hann er jafnframt tegundaríkasti hitabeltisskógurinn í heiminum. Regnskógurinn er mjög gamall og talinn elsti skógur á jörðinni, e.t.v. um hundrað milljón ára. Til samanburðar eru skógar Evrópu einungis um 10.000 ára gamlir eða frá lokum síðustu ísaldar. Landbúnaðarsamfélög hafa þróast á Amason-svæðinu í þúsundir ára. Á svæðinu bjuggu þjóðir sem lifðu á fiskveiðum úr Amasonfljótinu, veiði í skóginum og ræktun matjurta, aðallega kassava. Þegar Amasonsvæðið og Brasilía öll varð nýlenda Portúgala snemma á 16. öld fækkaði frumbyggjummjög vegna þrælkunar og sjúkdóma sem Evrópubúar báru með sér. Landnám nýlenduveldanna helgaðist fyrst og fremst af leit að verðmætum og fyrir þeirra tilverknað hófst eyðing regnskóganna. Ýmsar verðmætar náttúruauðlindir fundust, t.d. hrágúmmí, olía og gull. Þessi verðmæti ásamt öðrum, eins og harðviði og beitarlandi fyrir nautgripi, hafa leitt til þess að í dag er unnið hörðum höndum við að ryðja skóg og leggja vegi umAmason. Þar með hefur iðnaðurinn í Brasilíu betra aðgengi að náttúruauðlindum. Þetta leiðir líka af sér að miklir fólksflutningar eru á svæðið, sem löngum hefur verið afar erfitt til búsetu. Þarna er loftslagið þrúgandi og landlægir sjúkdómar eins og gula og malaría, sem gerir búsetuna enn erfiðari. Jarðvegur er afar viðkvæmur og víða ónothæfur til ræktunar. HRÁGÚMMÍ Hrágúmmí kallast safinn sem fæst úr gúmmítrjám og er hráefni í frekari gúmmíframleiðslu. Til að ná safanum úr trjánum er skorið skáhallt í börkinn svo safinn seytli úr. Mikið af regnskóginum er rutt í burtu til að rýma fyrir ræktarlandi. Hann er ýmist höggvinn eða brenndur. Aldraður íbúi Amason.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=