114 Amason Amason-svæðið í Suður-Ameríku er stór og mikil lægð, Amason-lægðin, sem varð til þegar Andesfjöllin risu við vesturjaðar Suður-Ameríkuflekans. Lægðin sem myndar Amason er aðallega þekkt fyrir að þar rennur Amasonfljótið, eitt lengsta og vatnsmesta fljót jarðar, og lægðin er jafnframt stærsta regnskógasvæði í heimi. Fljótið Amason er eitt mesta vatnsfall jarðar. Það er næstum eins langt og lengsta fljót jarðar, Níl, en að vatnsmagni er Amason það langstærsta í heiminummeð um fimmtung alls árvatns sem fellur í sjóinn. Amason er því sannkallað risafljót. Vatnið semAmasonfljótið fær frá umhverfi sínu er gríðarlega mikið þar sem ársúrkoma á svæðinu er víða yfir 2000 mm og á sumum svæðummun meiri, allt upp í 8000 mm. Til samanburðar er ársúrkoma í Reykjavík um 800 mm. Auk þess er vatnasvið Amason, þ.e. svæðið sem fljótið fær vatn sitt af, tæplega 70 sinnum stærra en Ísland. Upptök fljótsins eru í Andesfjöllum í suðurhluta Perú, einungis um 160 km frá Kyrrahafsströndinni. Það liðast um 6000 km leið og fellur síðan í Atlantshafið. Af gervitunglamyndum má sjá ummerki hins gulbrúna framburðar langt út í Atlantshafið. Allt frá mynni fljótsins og um 4400 km leið upp eftir því hækkar landið einungis um 110 metra. Það er því vel skipgengt stórum hafskipum langt inn í frumskóginn. Mynni fljótsins er allt að 300 km breitt. Um Amasonsvæðið þar sem er að finna stærsta regnskógasvæði heims rennur vatnsmesta fljót jarðar. Til hvaða landa teygir regnskógurinn sig? Mikið af skrautlegum fuglum er að finna á Amasonsvæðinu eins og þennan stóra páfagauk macaw.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=