Um víða veröld - Heimsálfur

112 Nokkur stórfljót er að finna í álfunni, sem falla öll til sjávar í Atlantshaf. Þar er Amasonfljótið langstærst. Stærsta stöðuvatn Suður-Ameríku er Titicacavatn á landamærum Perú og Bólivíu í Andesfjöllum. Vatnið, sem er um 195 km langt og 80 km breitt, er í um 3812 m hæð yfir sjávarmáli og er hæst allra stórra stöðuvatna í heiminum. Inkar álitu Titicacavatn vera helga uppsprettu menningar sinnar og akuryrkju. Rústir af byggingum þeirra má finna víða á strönd vatnsins. Atacamaeyðimörkin í Norður-Chile myndar mjóa ræmu við ströndina. Þessi eyðimörk er jafnan talin vera eitt þurrasta svæði á jörðinni og á sumum stöðum þar hefur aldrei mælst úrkoma. Víða má finna saltútfellingar sem mynda eins konar saltvötn. Eyðimörkin er þó ekki mjög heitur staður. Þar er meðalhiti yfir daginn á bilinu 0–25 °C. Eyjar eða eyjaklasar eru ekki margar undan ströndum Suður-Ameríku. Flestar þeirra er að finna að norðanverðu og teljast þær til Karíbahafsins. Stærstu eyjaklasar undan ströndum álfunnar eru Galapagoseyjar í Kyrrahafi og Falklandseyjar í Atlantshafi. Galapagoseyjar, sem tilheyra Ekvador, eru tæplega 1000 km undan strönd landsins. Á eyjunum, sem eru eldfjallaeyjar, er náttúrufegurð mikil. Vegna landfræðilegrar einangrunar er dýra- og plöntulíf þar einstaklega fjölbreytt og varð það m.a. ein af undirstöðum þróunarkenningarinnar sem Charles Darwin, breskur náttúrufræðingur, setti fram í rannsóknum sínum um uppruna og þróun tegundanna. Miðbaugur jarðar liggur um eyjarnar. Falklandseyjar í SuðurAtlantshafi eru um 500 km undan ströndum Argentínu. Þær eru undir breskum yfirráðum og búa þar einungis um 3000 manns. Argentína hefur gert tilkall til eyjanna sem Bretar harðneita að gefa eftir. SALTÚTFELLING Saltútfelling myndast þar sem salt safnast fyrir í meira mæli en annars staðar vegna uppgufunar. Róið á sefbáti á Titicacavatni. Af stórumstöðuvötnum í heiminumer Titicacavatn það hæsta, í rúmlega 3800 m hæð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=