Um víða veröld - Heimsálfur

111 Suður-Ameríka Landslag Suður-Ameríka nær frá röku hitabeltinu í norðri, suður til hins kalda eyjaklasa Eldlands við Suður-Atlantshaf. Þar er að finna hæsta foss í heimi, Englafoss í Gvæjanahálendinu, 979 m háan. Þar er stærsti regnskógur og stærsta fljót í heimi, sem vikið verður að síðar. Þar er líka þurrasta eyðimörk í heimi, Atacamaeyðimörkin, sú höfuðborg heims sem er hæst yfir sjávarmáli, La Paz í Bólivíu í um 3640 m hæð og syðsti bær í heimi, Puerto Toro (55°05´S, 67°06´V) sem er um 100 manna byggð á eyjunni Navarino í Chile. Þrjár megin jarðmyndanir einkenna Suður-Ameríku. Í fyrsta lagi eru það hinir fornu bergskildir, Brasilíuskjöldur, Gvæjanaskjöldur og Patagóníuskjöldur syðst í álfunni. Í öðru lagi er það fellingafjallgarður, Andesfjöll, sem liggur eftir endilangri vesturströnd Suður-Ameríku og í þriðja lagi eru það setlægðirnar sem eru á milli þessara bergmyndana. Þar eru vatnasvið helstu fljóta Suður-Ameríku. Eins og fyrr segir eru Andesfjöll fellingafjallgarður, sá lengsti í heimi, um 7000 km langur og 500 km breiður. Í þessari jarðfræðilega ungu fjallakeðju eru jarðskjálftar tíðir og þar er mikill fjöldi virkra eldfjalla. Í Ekvador er t.d. hæsta eldfjall jarðar, Cotopaxi, sem er 5911 m hátt og eitt virkasta eldfjallið á svæðinu. Þar hafa orðið gríðarlega stór eldgos með miklum eyðingarmætti. Í Argentínu er hæsta fjall Suður-Ameríku, Aconcagua, 6962 m hátt. BERGSKJÖLDUR Bergskjöldur er víðáttumikill forn berggrunnur í jarðskorpunni þar sem jarðhræringar hafa ekki átt sér stað í hundruð milljóna ára. SETLÆGÐIR Lægðir í landslagi þar sem set safnast fyrir. Eldfjallið Parinacota á landamærumChile og Bólivíu. Í forgrunni eru lamadýr á beit. Englafoss í Venesúela er hæsti foss í heimi, 979 metra hár.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=