106 Verkefni Kort 1. Hvaða auðlindir er að finna í Bandaríkjunum? 2. Hvaða lönd tilheyra Mið-Ameríku? 3. Gerðu lista yfir þær eyjar sem tilheyra Stóru-Antillaeyjum annars vegar og LitluAntillaeyjum hins vegar. 4. Finndu og nefndu nokkur ríki í Bandaríkjunum sem þú kannast við og taktu fram hvaða borgir eru miðstöðvar stjórnsýslu þeirra. 5. Hver er höfuðborg Bandaríkjanna og í hvaða ríki er hún? Finndu svarið 6. Hvað er átt við með hugtakinu eftirréttahagkerfi Kúbu? 7. Hvaða jarðefni eru unnin úr jörðu á eyjum Karíbahafsins? Gerðu lista. 8. Hvers vegna er oft mjög kalt í miðríkjum Bandaríkjanna á veturna en heitt á sumrin? Umræður 9. Hvað er átt við með hugtakinu „ameríski draumurinn“? 10. Hvað finnst ykkur að einkenni bandarískar bíómyndir? 11. Af hverju gæti spænska verið að sækja á í suðurhluta Bandaríkjanna? 12. Hvað getið þið nefnt marga Bandaríkjaforseta á nafn. Þessa styttu af landkönnuðinumKristófer Kólumbus er að finna í borginni Guadalajara í Mexíkó.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=